Follow

Contact

867-0661

Address

Mosfellsbær, Ísland

©2017 by Kallíópa. Proudly created with Wix.com

„Ef þú ætlar að benda á eitthvað sem er vitlaust verðurðu að sýna fram á hvernig það geti orðið betra”

March 2, 2018

Birgitta Björg Guðmarsdóttir er fyrsti höfundur okkar hjá Kallíópu og mun bók hennar Skotheld koma út nú í vor. Í bókinni fjallar Birgitta um samfélagið, tekur á mannlegri hugsun og hegðun ásamt erfiðum hlutum á borð við átraskanir og útskúfun.

 

„Á stað sem þessum er hvergi hægt að hverfa. Hér er ekkert sem heitir sjálfvirkni. Bærinn er lokaður. Brimgnýrinn og bert grjótið króa þig af og það er öldugangur í skuggunum. Eina leiðin til að geta lifað af hér er að fylgja múgnum. Hún þarf að muna eftir öllum smáatriðum. Minna sig á hverja einustu smáhreyfingu. Hugsa um að færa hvert einasta smábein”

 

Skotheld er fyrsta bók Birgittu en hún byrjaði fyrst að skrifa fyrir fjórum árum. Áður en hún byrjaði segist hún oft hafa búið til bókasenur í huganum en lengi vel ekkert skrifað niður. „Ég hugsaði þetta bara og pældi svo ekkert meira í því.“

 

 

Einn daginn ákvað hún svo að taka upp blýantinn og festa hugsanirnar á blað og úr varð, að sögn Birgittu, frekar hræðileg smásaga (þó mér persónulega finnist hún nokkuð góð). „Hún varð hræðileg, hún var ekki góð. Hugmyndin var að nota tónlistarhugtakið crescendo, sem þýðir fer ört stækkandi, saga þar sem allt fylgdi þessari lýsingu á þessu orði. Það tók mig hálft ár að skrifa þessa einu sögu og hún var ekki mjög góð, en ég er mjög stolt af henni. Ég sendi hana meira segja inn, var í skrýtnu stuði og þýddi hana yfir á ensku og sendi í einhver blöð, fékk auðvitað aldrei nein svör. Þetta var mjög fyndið, kveikti svolítið mikið í mér.“

 

En þó frumraunin hafi kannski ekki verið stórbrotið meistaraverk fann Birgitta sig í skrifunum; „Það var bara svo gaman og svo skemmtilegt og svo gefandi.“ Henni finnst fátt skemmtilegra en að skrifa, þó það geti verið mjög krefjandi og erfitt. „[Það er] sérstaklega ef það er eitthvað sem ég þekki ekki. Eins og til dæmis ein sena sem er ótrúlega inspríreruð úr mínu lífi, byggð á upplifun sem ég lenti í sjálf og þá get ég bara skrifað eins og vindurinn, í marga marga klukkutíma. En svo eru aðrar senur sem ég þarf að hugsa alveg í gegn, alveg endalaust, áður en ég kem þeim niður á blaðið af því að þær eru bara svo erfiðar og fjarlægar.“

 

Ári eftir að hún byrjaði að skrifa komst Birgitta inn á ritlistarnámskeið Biskops-Arnö í Svíþjóð og þar tók hún ákvörðunina um að hún ætlaði að gerast rithöfundur. „Ég var búin að vera að lesa rosalega mikið af Oscar Wilde þarna úti, þykka og fallega bók með öllum ljóðunum hans sem ég fann í Kolaportinu, og ég fann bara, þetta er eitthvað sem mig langar að gera. Og svo fékk ég hugmynd að þessu verki, [Skotheld], þegar ég var að lesa Oscar Wilde og Sylviu Plath á sama tíma, það var mjög gaman. Og svo fór ég að segja krökkunum í kringum mig frá hugmyndinni og þau voru öll svo ótrúlega spennt að vita meira. Það einhvern veginn svona kristallaðist, þetta var ekki bara ég, ég var ekki bara inni í mér að hugsa þetta, þetta var eitthvað sem fólk myndi vilja heyra.”

 

 

Bókin er, eins og margar bækur sem á undan hafa komið, ádeila á samfélagið og má lesa úr henni ákall til breytinga. Birgitta telur að bækur sem benda á eitthvað sem ef til vill mætti fara betur í samfélaginu geti tvímælalaust haft áhrif á það en þær verði þá líka að benda á hvernig við getum lagað það. „Ef að þær eru ekki bara að segja Hey þetta er vitlaust, eru líka að gefa einhverja leið til að laga. Það er mín regla. Ef þú ætlar að benda á eitthvað sem er vitlaust verðurðu að sýna fram á hvernig það geti orðið betra.“ Hún segist sjálf taka til sín margt af því sem hún les og vonar að hennar eigin saga muni hafa sams konar áhrif á lesendur.

 

En eins og fyrstu greinarnar hér hjá Kallíópu fjölluðu um getur verið erfitt bæði að hafa trú á því að maður geti verið rithöfundur og að standa með sjálfum sér þegar aðrir efast um það. Birgitta segist sjálf hafa fundið fyrir þessu, bæði efasemdum sjálfrar sín og annarra. „Maður hefur náttúrulega alltaf efasemdir. Þú veist, hvað ef þetta eru bara vinir mínir sem segja mér að ég sé góð og ég er ekkert í alvörunni góð. En svo kemur upp á móti þegar maður fær svona tækifæri eins og þetta og það blæs manni svolítið í brjóst. Það ýtir efasemdunum í burtu. En annars er ég ekki alveg manneskjan sem myndi helga löngum tíma af lífinu mínu í eitthvað sem mér líkar ekki við. Frekar vil ég bara gera eitthvað sem ég elska og eiga engan pening.“

 

 

 

 

 

 

Please reload

Our Recent Posts

March 19, 2019

November 15, 2018

Please reload

Archive

Please reload

Tags

Please reload

 
This site was designed with the
.com
website builder. Create your website today.
Start Now