Follow

Contact

867-0661

Address

Mosfellsbær, Ísland

©2017 by Kallíópa. Proudly created with Wix.com

Hvernig á að rökræða?

February 14, 2018

 

Daníel Ágústsson gaf fyrir nokkru út rafbókina Hvernig á að rökræða? og fjallar hann hér um ástæðurnar á bak við bókaskrifin. Bókin er þægileg og einföld í lestri en jafnframt uppfull af bæði gagnlegu og skemmtilegu efni. Við mælum eindregið með að þið náið ykkur í eintak hér á Amazon.

 

----------------------------------------------------------------------------------------------------------

 

 

Sumarið eftir að ég lauk fjögurra ára raunvísindanámi í menntaskóla stóð ég frammi fyrir þeirri ákvörðun að velja hvað ég skyldi gera næst í mínu lífi. Flestir bekkjarfélaga minna höfðu valið að sækja háskólanám tengt raunvísindum og fannst mér það þrýsta á mig að fara sömu leið og þeir. Ég hafði í rauninni ekkert hugsað út í það hvaða leið ég vildi fara. Að lokum ákvað ég hins vegar að skrá mig í verkfræði. Mér leið samt sem áður ekkert sérstaklega vel með það val því ég vissi að verkfæðinám í háskólanum væri einungis framhald af námi mínu í menntaskólanum og hafði ég fengið nóg af því. Um sumarið velti ég þessu fyrir mér og komst að þeirri niðurstöðu að verkfræði væri bara alls ekki fyrir mig. Ég ákvað því að lokum að skipta og skráði mig í heimspeki tveim vikum áður en skólinn var settur.

                

Ég vissi í raun ekkert hvað ég væri að fara út í þegar ég mætti í fyrsta tímann í heimspekinni. Ég þekkti engan og mér fannst ég vera kominn í allt annað umhverfi en ég var vanur um leið og ég steig inn í kennslustofuna. Fyrstu vikuna gerði ég mitt besta að kynnast fólkinu sem var með mér í tímum. Ég fann það strax að bekkjarfélagar mínir í heimspekinni voru mjög ólíkir fyrrum bekkjarfélögum mínum í raunvísindanáminu. En þó að þeir voru ólíkir þá voru þeir það alls ekki á slæman hátt. Ég áttaði mig á því að báðir þessir hópar höfðu kosti og galla. Helsti munurinn á þeim sem ég tók eftir var sá að heimspekinemarnir leystu verkefni sín með opnari huga en raunvísindanemarnir. Heimspekinemarnir veltu í raun fyrir sér öllum mögulegum lausnum á verkefnum sínum og reyndu oftast að skilja af hverju tiltekin niðurstaða væri góð eða slæm fyrir verkefnið. Raunvísindanemarnir unnu aftur á móti öðruvísi í verkefnavinnu. Þeir fylgdu oftast námsbókinni og ef hún kom með ákveðna lausn á verkefninu völdu þeir oftast þá lausn án þess að reyna að skilja hana til mergjar og velta öðrum lausnum fyrir sér. Munurinn á þeim er í raun sá að heimspekinemarnir notuðu gagnrýna hugsun á meðan raunvísindanemarnir fylgdu oftast leiðbeiningum námsbókarinnar eða kennarans. Þó að mér hafði fundist þessir hópar vera ólíkir þá fannst mér heimarnir sem þeir voru í mjög líkir. Í báðum þessum heimum er mikilvægt að styrkja rökhugsunina og stunda rökræður til að skilja þá lausn sem notuð er í lok verkefnavinnu.

 

Heimspekin er í raun heimur rökræðunnar. Þar er sífellt verið að ræða um merkingu ýmissa hugtaka og því er mikilvægt að læra hvernig eigi að rökræða. Til að þjálfa nýja heimspekinema í rökræðum voru strax á fyrstu önninni skipulagðir svokallaðir umræðutímar þar sem bekknum var skipt upp í nokkra fimm manna hópa þar sem umræður fóru fram um lesefni hverrar viku. Fyrir fyrsta tímann áttum við að lesa texta eftir Platón sem hét Krítón. Í þeim texta lýsir Platón rökræðum milli Sókratesar og vinar hans Krítóns. Eftir að ég hafði lesið textann fannst mér stórmerkilegt hvernig Sókrates rökræddi við vin sinn. Ég hafði aldrei séð neinn rökræða eins og hann. Ég tók hann því til fyrirmyndar og ákvað að rökræða við bekkjarfélaga mína eins og Sókrates í umræðutímunum. Eins og áður kom fram þá hafði ég aldrei séð neinn rökræða eins og Sókrates og það var enginn breyting á í umræðutímunum. Ég var sá eini sem rökræddi eins og hann. Með notkun aðferðarinnar fann ég að umræðurnar breyttust til hins betra. Áður en ég byrjaði í heimspeki tengdi ég rökræður oft við fyrirbæri sem ég í dag kalla rifrildi en aðferð Sókratesar framkallaði hins vegar það sem ég kalla rökræður. Hans aðferð stuðlaði að sannleiksleit á meðan rifrildi milli tveggja manneskja stuðlar í raun að stöðnun þar sem þær leitast einungis eftir að vernda sína eigin skoðun.

 

Næstu tvö árin pældi ég mikið í því hvernig best væri að rökræða. Ég stundaði rökræður næstum daglega og smám saman fór ég að taka eftir ákveðnum eiginleikum sem hjálpa rökræðunni að stuðla að sannleiksleit í stað rifrildis. Ég ákvað því að skrifa stutta bók um það hvernig eigi að rökræða. Þessi bók heitir einfaldlega Hvernig á að rökræða? og þar er að finna mínar vangaveltur um rökræður. Hugmyndir mínar í þessari bók eru þvert á móti einhver heilög sannindi heldur eiga þær að stuðla að því að fá lesandann til að velta fyrir sér hugtakinu rökræða. Í bókinni lýsi ég til dæmis aðferð Sókratesar ásamt því að útlista ákveðna eiginleika sem mikilvægt er að velta fyrir sér áður en byrjað er að rökræða. Þessi bók er skrifuð á einföldu máli svo allir geti skilið hugmyndirnar sem þar eru og hvet ég alla til að velta fyrir sér þessum hugmyndum til að fá betri skilning á því hvernig hægt er að nálgast bestu niðurstöðuna með hjálp rökræðu. Rökræðan er í raun tæki sem á að hjálpa þér að nálgast sannleikann og getur hún verið notuð á öllum sviðum þar sem þörf er á góðri lausn. Vonandi muntu hafa gaman af lestri þessarar bókar.

Please reload

Our Recent Posts

March 19, 2019

November 15, 2018

Please reload

Archive

Please reload

Tags

Please reload

 
This site was designed with the
.com
website builder. Create your website today.
Start Now