Follow

Contact

867-0661

Address

Mosfellsbær, Ísland

©2017 by Kallíópa. Proudly created with Wix.com

Litir regnbogans

January 28, 2018

Þegar ég var yngri sá ég störf í litum. Skalinn náði frá svörtu yfir í hvítt. Hvítt var það sem kom mest til greina sem framtíðarstarf á meðan svart var algjörlega út úr myndinni en litirnir urðu ljósari eftir því sem nær dró hvítum.

 

Móðir mín hefur alltaf haft þá ákveðnu hugmynd að ég skuli verða læknir, lögfræðingur eða eitthvað sem gefur vel af sér fjárhagslega, það er það eina sem skiptir máli. Þegar ég var yngri var læknirinn því hvítur á meðan kassadama í Bónus  var svart. Hárgreiðslukona var gult, forseti ljósgrátt og kennari var rautt. Rautt var sem sagt mitt á milli svarts og hvíts. Það sem var því í miðjunni á litaskalanum var hálfgert plan B, ef allt annað myndi bregðast. Áfram gæti ég lengi talið.

 

Þegar ég sagði mömmu fyrst frá þessu varð hún yfir sig ánægð og fór að skrá allt niður sem ég sagði. Hún hélt að ég væri eitthvert undrabarn sem ætti eftir að enduruppgötva hjólið. Hver veit hvað gæti gerst?

 Það hefur þó alltaf verið eitt starf sem  reyndist mér hálfruglingslegt en það er rithöfundurinn. Það hefur alltaf verið draumur sem ég hef haft á bak við eyrað en oft reynt að ýta frá mér vegna krafa móður minnar og vantrúar á sjálfa mig.

 

Ég hef hins vegar komist að því að rithöfundurinn er hálfgerður regnbogi. Þetta starf hefur alltaf verið eins konar áhugamál fyrir mér sem fólk stundar bara sér til yndis og skemmtunar. Starf rithöfundarins er dularfullt og leyndum umvafið. Það er ekki til nein uppskrift að góðu ritverki.

 

Þórbergur Þórðarson reit eitt sinn: „Bækur eru saklausir hlutir, en rithöfundar eru ægilegar verur”. Það er mjög líklega rétt hjá honum, þetta er erfiður heimur sem aðeins snarklikkaðir einstaklingar hætta sér út í.

Fáir eru gæddir þeim hæfileika að geta skrifað góðan texta og því má ekki vanmeta hann. Það gæti því vel verið að bestu rithöfundar sögunnar hafi fundið gullpottinn við enda regnbogans

 

Eftir þó nokkur ár af vangaveltum um mögulega starfsvettvanga og endalausar spurningar um hvað ég ætli að gera í framtíðinni þá held ég að ég sé komin að niðurstöðu. Ég ætla að henda mér í djúpu regnbogalituðu laugina, fylgja þessum bernskudraumi og reyna að finna gullpottinn við enda regnbogans.

Please reload

Our Recent Posts

March 19, 2019

November 15, 2018

Please reload

Archive

Please reload

Tags

Please reload

 
This site was designed with the
.com
website builder. Create your website today.
Start Now